0

Nýskráning

Skilmálar

Velkomin aftur

Loka

Týnt lykilorð?

Bíðið fast – þessi viðburður er 🔥!

Queue illustration

Staða þín í biðröð:
Næsta uppfærsla í: 30 seconds

Við erum að vinna úr mörgum beiðnum, þannig að þú hefur verið settur í biðröð. Þú færð aðgang sjálfkrafa þegar það er komið að þér.
Black Sabbath Rokkmessa
Black Sabbath Rokkmessa
geo Græni hatturinn, 600 Akureyri, Hafnarstræti
date 30.10.2025 21:00
price Verð frá - 6.500 kr.
Kaupa miða

Black Sabbath er frumkvöðlasveit þungarokksins. Hún var stofnuð í Birmingham á Englandi árið 1968 af þeim Tony Iommi (gítarleikara), Bill Ward (trommuleikara), Geezer Butler (bassaleikara) og söngvaranum Ozzy Osbourne. Sveitin hefur haft gríðarleg áhrif á rokksöguna og eftir hana liggja magnaðar plötur og ógleymanlegir slagarar.

Þann 5. júlí mun sveitin koma saman í hinsta sinn á Villa Park í Birmingham með öllum upprunalegu meðlimum – í fyrsta sinn í 20 ár. Ozzy og félagar ætla að segja það gott eftir þann viðburð.

Til að marka þessi tímamót verður haldin sérstök Black Sabbath-rokkmessa, þar sem sveitin verður heiðruð með flutningi allra helstu laga hennar frá löngum og áhrifamiklum ferli. Það eru engir nýgræðingar í rokkinu sem kallast til verksins – heldur meðlimir úr sveitum á borð við HAM, Brain Police, Ensími, 13 og Dr. Spock.

Heiðurssveitin:

 Söngur: Jens Ólafsson
 Gítar: Franz Gunnarsson
 Trommur: Hallur Ingólfsson
 Bassi: Flosi Þorgeirsson