Hang tight – this event is 🔥!

Your queue position:
Next update in: 30 seconds

Söngleikja Spuna Sýning á Græna Hattinum
Ímyndaðu þér söngleik sem enginn hefur séð áður – og mun aldrei sjást aftur.
Improv Ísland kemur alla leið frá Reykjavík til Akureyrar með einstaka söngleikjaspuna sýningu þar sem allt er spunnið á staðnum.
Áhorfendur ráða för – úr ykkar hugmyndum verður til stórbrotin saga, fyllt af tónlist, óvæntum karakterum og skemmtilegum atvikum.
Við píanóið situr Egill Andrason sem skapar tónlistina í beinni – alveg jafn ófyrirsjáanlega og sögurnar sjálfar.
Um Improv Ísland
Improv Ísland er stærsti spunahópur landsins. Hópurinn hefur haldið reglulegar sýningar í Reykjavík í yfir áratug, tekið þátt í alþjóðlegum spunahátíðum og skapað ótal minnisstæð augnablik – allt án handrits, allt á staðnum. Hver sýning er algjörlega einstök og verður aldrei endurtekin.
Staður: Græni hatturinn, Akureyri
Tími: 23. október kl. 21:00 (húsið opnar 20:00)
Miðaverð: 4.500 kr.
Komdu og upplifðu söngleik sem verður til fyrir framan augun á þér – aðeins þetta eina kvöld.