Þórhallur Þórhallsson - Segðu eitthvað fyndið - Uppistand
Úr rigningunni og volæðinu í Reykjavík leggur lítill uppistandari land undir fót og heldur til Akureyrar, þar sem sólin skín, bæði á himnum og í hjörtum fólks. Þórhallur Þórhallsson mætir á Græna Hattinn þann 5 september með sýninguna sína “Segð’eitthvað Fyndið” sem hefur slegið í gegn og er sögð vera besta sýningin hans til þessa. Hinn norðlenski Arnór Daði mun hita upp mannskapinn með sínu frábæra uppistandi. Ekki missa af þessari frábæru skemmtun á skemmtilegasta staðnum. Miðaverð 4900 kr Sýningin byrjar 21:00