0

Nýskráning

Skilmálar

Velkomin aftur

Loka

Týnt lykilorð?

Bjartmar og Bergrisarnir
Bjartmar og Bergrisarnir
geo Græni hatturinn, 600 Akureyri, Hafnarstræti
date 15.11.2024 21:00
price Verð frá - 6.500 kr.
Kaupa miða

Bjartmar Guðlaugsson hóf ferilinn í Keflavík árið 1984 og fagnar því 40 árum í bransanum á þessu ári. Bjarmar er einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar og hefur samið ódauðlega slagara eins og Týnda kynslóðin, Ég er ekki alki, Sumarliði er fullur, Með vottorð í leikfimi og svona mætti lengi telja. Lag Bjartmars, Þannig týnist tíminn var valið Óskalag þjóðarinnar enda með fallegri lögum hans. Árið 2010 fékk hann til liðs við sig hljómsveitina Bergrisana sem skipuð er þeim Birki Rafni Gíslasyni gítarleikara, Arnari Gíslasyni trommara, Daða Birgissyni hljómborðsleikar og Júlíusi Guðmundssyni bassaleikara. Bjartmar og Bergrisarnir hafa haldið fjölda tónleika um allt land þar sem Bjartmar segir einnig sögur frá ferlinum. Frá Bjartmari og Bergrisunum hefur komið hvern hittarinn á fætur öðrum eins og lögin Negril, Ekki eitt einasta orð, Konan á allt, svo eitthvað sé nefnt. Það er alltaf upplifun þegar Bjartmar og Bergrisarnir koma á Græna hattinn.