Loksins! Loksins! Köntrísveitin Baggalútur snýr aftur á tónlistarlega eldisstöð sína, Græna hattinn á Akureyri, laugardaginn 28. september. Er þetta í fyrsta sinn í áraraðir sem sveitin heldur út fyrir borgarmörkin og vill með þessu svala köntríþorsta norðlendinga. Í þessari tónleikaveislu verður boðið upp á sveitatónlist ýmiskonar, ljúfsárt strandköntrí, harðneskjulega hálendissöngva og hressilegt innsveitablágresi. Verður sveitin fjölskipuð og valinn maður undir nánast hverjum hatti.